153. löggjafarþing — 50. fundur
 15. desember 2022.
tímabundnar endurgreiðslur vegna hljóðritunar á tónlist, 2. umræða.
stjfrv., 442. mál (framlenging gildistíma). — Þskj. 517, nál. 755.

ATKVÆÐAGREIÐSLA

[14:14]

[14:12]
Jakob Frímann Magnússon (Flf) (um atkvæðagreiðslu):
Bráðabirgðaútgáfa.

Herra forseti. Ég ætla rétt að gera grein fyrir atkvæði mínu hér. Þetta er eitt af þeim málum sem ég hef unnið að ásamt ríkisstjórn, bæði núverandi og fyrrverandi, og hefur leitt til mikillar aukningar á hljóðritunum hérlendis af hálfu alþjóðlegra tónlistarmanna, útsetjara, stjórnenda og fleiri. Þetta hefur gagnast vel við að hleypa nýju blóði í iðnað sem stóð mjög höllum fæti hér í kjölfar hruns hljómplötuiðnaðarins og ýmissa annarra þátta. Þetta hefur hleypt kraft í hagkerfið. Sérstaklega vil ég geta þess sem gerst hefur á Hofi á Akureyri, þar sem kvikmyndatónlist er framleidd í miklu magni í hverri viku, og sömuleiðis hér í Reykjavík, þar sem þessir hlutir hafa núna með auknum hætti verið að efla sig. Ég vil þakka fyrir þetta góða mál og segi því já.



 1. gr. samþ. með 57 shlj. atkv.

 2.–6. gr. samþ. með 57 shlj. atkv.

Fyrirsögn samþ. án atkvgr.

Frumvarpið gengur til 3. umr.