153. löggjafarþing — 51. fundur
 16. desember 2022.
húsaleigulög, frh. 2. umræðu.
stjfrv., 272. mál (skráning samninga og breytinga á leigufjárhæð). — Þskj. 273, nál. 858, nál. m. brtt. 860, breytingartillaga 859.

ATKVÆÐAGREIÐSLA

[15:53]

[15:40]
Líneik Anna Sævarsdóttir (F) (um atkvæðagreiðslu):
Bráðabirgðaútgáfa.

Virðulegi forseti. Hér greiðum við atkvæði um frumvarp sem ég styð, frumvarp um breytingu á húsaleigulögum, og ég ítreka það hér að því er ætlað að vera fyrsta skrefið í endurskoðun húsaleigulaga á kjörtímabilinu með það fyrir augum að bæta húsnæðisöryggi og réttarstöðu leigjenda með traustri lagaumgjörð. En ég kem líka hér til að óska eftir því að draga til baka breytingartillögu meiri hluta, 4. tölulið á þskj. 859, varðandi afmörkun á tíma kærufrests og boða um leið að ég hyggst leggja fram breytingartillögu varðandi kærufrestinn við 3. umr.



[15:41]
Helga Vala Helgadóttir (Sf) (um atkvæðagreiðslu):
Bráðabirgðaútgáfa.

Herra forseti. Við breytingar á húsaleigulögum var ætlunin að koma böndum á villta vestrið á leigumarkaði en meiri hlutinn hefur hins vegar gert á frumvarpinu slíkar grundvallarbreytingar sem leiddu til þess að ég óskaði eftir að ASÍ yrði kallað fyrir hv. velferðarnefnd eftir 2. umr., enda hafði ekkert samtal átt sér stað um breytingarnar við þann hóp. Breytingarnar fella niður skráningarskyldu helmings alls leiguhúsnæðis á markaði en breytingartillögunni var af hálfu fulltrúa ASÍ lýst sem blautri tusku í andlit þeirra. Hins vegar var líka breyting á styttri kærufresti leigjenda sem hefur nú verið afturkölluð.

Hin mikla áhersla á skráningarskyldu hefur misst marks þegar helmingur leiguhúsnæðis er undanskilinn. Þrátt fyrir hvata fyrir leigjendur sjálfa að skrá samninga vegna húsnæðisstuðnings getur leigjandi ekki gert slíkt í óþökk leigusala þegar skráningarskyldan er fallin niður. Leigjandinn, sem eðlilega er í viðkvæmri stöðu, er ekki í neinni aðstöðu til þess að mótmæla því. Við í Samfylkingunni munum greiða atkvæði gegn þessari skaðlegu breytingu og af þeim sökum sit ég hjá við breytingar almennt.



[15:42]
Ásthildur Lóa Þórsdóttir (Flf) (um atkvæðagreiðslu):
Bráðabirgðaútgáfa.

Virðulegi forseti. Mig langar að standa með Samtökum leigjenda. Það má segja að fjallið hafi tekið jóðsótt og fæðst hafi lítil mús. Eftir fjögurra ára vinnu sérfræðinga og kjörinna fulltrúa ásamt samvinnu hundruða einstaklinga, tveggja átakshópa og samningum við verkalýðshreyfinguna, ásamt stanslausum neyðarópum leigjenda, leggur ráðherra til að innra starf Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar verði bætt. Með þessu frumvarpi hefur ráðherra ekki bara svikið öll sín fyrir loforð heldur einnig snúið markmiðum þess á haus og er því nú ætlað að styrkja stöðu leigusala, lögfesta sjálftöku þeirra og gefa áður óþekkt viðmið við hugtakinu sanngirni. Þannig mun húsaleiga hækka meira en áður og mun öll sú hækkun eingöngu vera á forsendum leigusala eins og mælt er fyrir í frumvarpinu.

Verði þetta frumvarp samþykkt mun það eingöngu styrkja gangverk núverandi fyrirkomulags á leigumarkaði. Það fyrirkomulag er síhækkandi húsaleiga langt umfram verðlag, viðvarandi skortur á húsnæði til kominn vegna yfirburðarstöðu leigusala, fullkomið réttleysi og húsnæðisóöryggi leigjenda. Þetta frumvarp gengur því þvert á upphaflegt markmið ráðherra um að bæta réttarstöðu leigjenda og draga úr íþyngjandi húsnæðiskostnaði þeirra. Flokkur fólksins getur því ekki stutt þetta frumvarp.



[15:44]
Bergþór Ólason (M) (um atkvæðagreiðslu):
Bráðabirgðaútgáfa.

Virðulegur forseti. Hér er eins og oft vill verða verið að fara flókna leið að þeim markmiðum sem eru jákvæð í þessu frumvarpi. Það virðist vera sérstakt markmið í sjálfu sér að þenja út báknið og menn virðast hafa reynt að sannfæra sjálfa sig um að ekkert af þessu myndi kosta neitt. Það eru sjónarmið sem snúa að einkaréttarlegum samningum sem þarna á að hefja mikla skráningu á. En það sem ég held að skipti mestu máli er sá tónn sem sleginn er í þessu frumvarpi þar sem leigusalinn er settur í eitthvert hlutverk ómennis, ef svo má segja, þegar staðreyndin er sú að milli 50 og 60% leigusamninga á markaði eru gerðir á milli einstaklinga. Stóru leigufélögin, sem kannski mest hefur verið rætt um í fjölmiðlum undanfarnar vikur, eru ekki nema rúmlega 15% af markaðnum. Ég held að við séum að fara mjög íþyngjandi leið og það væri hægt að ná fram þeim markmiðum sem eru góð í frumvarpinu með miklu minna íþyngjandi hætti. (Forseti hringir.) Ég minni á það að á hverju ári er um 10.000 leigusamningum þinglýst á Íslandi. (Forseti hringir.) Þessi gögn sem snúa að því að ná fram einhverju góðu, gegnsæju mati á kostnaðarþróun liggja öll fyrir. Við þurfum þetta ekki. Ég mun sitja hjá við afgreiðslu þessa máls.



[15:45]
Inga Sæland (Flf) (um atkvæðagreiðslu):
Bráðabirgðaútgáfa.

Herra forseti. Ég get aðeins sagt að ég er virkilega döpur yfir þessu frumvarpi. Ég get ekkert annað sagt. Það er í engu verið að reyna að koma í veg fyrir það brjálæði og þá græðgisvæðingu sem er hér úti um allt á leigumarkaðnum, í engu verið að hlusta á þær þúsundir og aftur þúsundir einstaklinga sem geta ekki lengur staðið undir þessari brjálæðislegu okurleigu sem er verið að leggja á þá. Samt sem áður erum við að fá það í beinni útsendingu hér dag eftir dag og ég persónulega að fá fullt af sögum frá fólki sem er hágrátandi og getur ekki greitt húsaleiguna sína. Ég skil það ekki, ég hélt kannski að það yrði einhver meiri vilji til þess að taka utan um markaðinn og koma einhverju skikki á hann þannig að þetta væri ekki bara í eina áttina en það er eins og venjulega, það er alltaf sá stóri sem byggt er undir og tryggt á kostnað þess sem er í rauninni minni máttar í samningssambandinu og í þessu tilviki er það leigjandinn. Ég segi því: Það verður að koma einhver bragur á þetta, eins og t.d. tillaga Flokks fólksins um að koma með 4% þak næsta árið á þessa leiguhækkun sem eru efri vikmörk Seðlabankans í verðbólguviðmiðum.



[15:46]
Lenya Rún Taha Karim (P) (um atkvæðagreiðslu):
Bráðabirgðaútgáfa.

Virðulegi forseti. Það er margt gott og nauðsynlegt við þetta frumvarp sem var hluti af lífskjarasamningunum en við afgreiðslu þessa máls hefur verið mjög mikið samráðsleysi við hagsmunaaðila sem við funduðum reyndar með fyrir mjög stuttu. Það eru nokkrar athugasemdir sem hafa verið gerðar t.d. varðandi það að fella skráningarskyldu helmings leiguhúsnæðis á almennum leigumarkaði eins og hv. þm. Helga Vala Helgadóttir kom hér á framfæri og ég ætla að taka undir með henni. Mér finnst þó mikilvægt að taka fram að ég fagna þeirri breytingartillögu, sem verður síðan dregin til baka, varðandi kærufrestinn. Það er æskilegt að miða við hvernig það er í stjórnsýslulögum og breyta því úr einum mánuði í þrjá mánuði. Ég mun greiða atkvæði með því. En annars finnst mér mikilvægt að hv. velferðarnefnd passi upp á þetta næst og hafi samráð við viðeigandi aðila áður en að því kemur að greiða atkvæði um málið.



[15:48]
Hanna Katrín Friðriksson (V) (um atkvæðagreiðslu):
Bráðabirgðaútgáfa.

Herra forseti. Við erum hér með mál sem ýmislegt jákvætt er í og er ætlað að bæta rétt leigjenda á markaði, mál sem er löngu tímabært og búið að vinna töluvert lengi að. Ég get eiginlega ekki orða bundist þegar ég skoða þennan bækling sem breytingartillögur meiri hluta velferðarnefndar eru, breytingartillögur sem komu fram í gærkvöldi og er enn þá verið að breyta. Þegar maður rennir hratt yfir þetta þá er þetta meira heldur en sjálft málið. Að standa síðan hér og vera að gera okkur það að greiða atkvæði og klára málið núna — ég verð að segja að ég er greinilega bara eftirbátur hér hvað varðar meðalgreind í salnum, ég treysti mér ekki til þess. Eins mikið og ég myndi vilja styðja mál þar sem sannarlega væri verið að bæta rétt leigjenda á markaði þá er þessi umbúnaður þess eðlis að ég sé mér ekki fært annað en að sitja hjá ef á að afgreiða málið í þingsal núna.



[15:49]
Björn Leví Gunnarsson (P) (um atkvæðagreiðslu):
Bráðabirgðaútgáfa.

Frú forseti. Það kom fram ákveðið sjónarmið varðandi persónuvernd og gagnsæi í umfjöllun þessa máls þar sem þinglýsing á ákveðnum húsum eða ákveðnu húsnæði gæti gefið beinar upplýsingar um heilsufarsaðstæður þeirra sem leigja það. Það er ekki eitthvað sem á að geta gerst en að sama skapi getur skráningarleysi slíkra íbúða einnig gefið sömu upplýsingar, þ.e. göt í upplýsingunum, að fólk viti að á ákveðnum stað er leiguhúsnæði en þar er enginn þinglýstur leigusamningur, það getur gefið nákvæmlega sömu upplýsingar og ef þar væri þinglýstur samningur. Ég gerði þær ábendingar að þetta væri atriði sem þyrfti að huga að til að gefa ákveðið nafnleysi í hverfi t.d., til þess að passa upp á það að gagnsæisvinkillinn sem er núna aðgengilegur í gegnum þinglýsingar, en kannski með of miklum upplýsingum varðandi persónuvernd, sé tryggður.



[15:50]
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir (V) (um atkvæðagreiðslu):
Bráðabirgðaútgáfa.

Forseti. Húsnæði er grundvallarþáttur í lífi hverrar manneskju og mikilvæg félagsleg réttindi. Eins mikilvægt og það er að Alþingi sé að vinna lagabálk um stöðu leigumarkaðarins, leigusala og leigutaka, þá verð ég að taka undir orð Hönnu Katrínar Friðriksson um að það er mjög óþægilegt að sjá allar þær breytingartillögur sem komu fram hérna á lokametrunum í gærkvöld og það er verið að boða frekari breytingar. Við erum hér sem þingheimur í blindflugi um það hvað við erum að samþykkja. Af þeirri ástæðu, af því að lagasetning snýst ekki bara um markmiðið heldur inntak lagasetningarinnar og hver líkleg áhrif eru, greiði ég ekki atkvæði. Ég treysti mér ekki til að blessa þessi vinnubrögð.



[15:52]
Guðbrandur Einarsson (V) (um atkvæðagreiðslu):
Bráðabirgðaútgáfa.

Virðulegur forseti. Ég styð í grunninn þá hugmyndafræði sem er verið að vinna eftir í þessu frumvarpi. Ég styð að verið sé að auka gagnsæi og verið að gera ungu fólki t.d. kleift að nálgast upplýsingar sem geta hjálpað því að átta sig á hver hin raunverulega húsaleiga ætti að vera, svona sirka, hjálpa ungu fólki sem er að koma inn á markaðinn að láta ekki t.d. okra á sér. Þess vegna hef ég tekið þátt í þessari vinnu í nefndinni með jákvæðu hugarfari. Aftur á móti leið mér ekkert mjög vel þegar ég sá þessa breytingartillögu sem verið var að gera í gærkvöldi, sérstaklega þá sem er að fara að undanskilja stóran hluta þeirra aðila sem eru að leigja á markaði, undanskilja þá frá því að skrá eignir í þennan húsaleigugrunn sem á að vera verkefni til að nálgast upplýsingar þannig að mér líður ekki vel yfir þessu núna. Ég held að ég styðji frumvarpið en ég mun greiða atkvæði gegn þessari breytingu sem undanskilur stóran hluta leigusala á markaði.



 1. gr. samþ. með 36 shlj. atkv. og sögðu

  já:  AÞJ,  ÁBG,  ÁslS,  ÁsmD,  BGuðm,  BÁ,  BirgÞ,  BjG,  DME,  GE,  GÞÞ,  GuðmG,  GHaf,  HHH,  HSK,  HarB,  HildS,  IÓI,  JFF,  JónG,  KJak,  KGaut,  LA,  LRM,  LRS,  LínS,  NTF,  OPJ,  ÓBK,  RenB,  SIJ,  SVS,  VilÁ,  WÞÞ,  ÞórP,  ÞórdG.
20 þm. (AIJ,  ArnG,  ÁLÞ,  BergÓ,  BLG,  EÁ,  GRÓ,  HKF,  HVH,  IngS,  JFM,  JPJ,  KFrost,  LenK,  LE,  SGuðm,  SDG,  TAT,  ÞorbG,  ÞSv) greiddu ekki atkv.
7 þm. (ÁsF,  BjarnB,  GIK,  OH,  SSv,  ÞKG,  ÞSÆ) fjarstaddir.

 2. gr. samþ. með 36 shlj. atkv. og sögðu

  já:  AÞJ,  ÁBG,  ÁslS,  ÁsmD,  BGuðm,  BÁ,  BirgÞ,  BjG,  DME,  GE,  GÞÞ,  GuðmG,  GHaf,  HHH,  HSK,  HarB,  HildS,  IÓI,  JFF,  JónG,  KJak,  KGaut,  LA,  LRM,  LRS,  LínS,  NTF,  OPJ,  ÓBK,  RenB,  SIJ,  SVS,  VilÁ,  WÞÞ,  ÞórP,  ÞórdG.
20 þm. (AIJ,  ArnG,  ÁLÞ,  BergÓ,  BLG,  EÁ,  GRÓ,  HKF,  HVH,  IngS,  JFM,  JPJ,  KFrost,  LenK,  LE,  SGuðm,  SDG,  TAT,  ÞorbG,  ÞSv) greiddu ekki atkv.
7 þm. (ÁsF,  BjarnB,  GIK,  OH,  SSv,  ÞKG,  ÞSÆ) fjarstaddir.

Brtt. 859,1, a-liður, samþ. með 35:16 atkv. og sögðu

  já:  AÞJ,  ÁBG,  ÁslS,  ÁsmD,  BGuðm,  BÁ,  BirgÞ,  BjG,  DME,  GÞÞ,  GuðmG,  GHaf,  HHH,  HSK,  HarB,  HildS,  IÓI,  JFF,  JónG,  KJak,  KGaut,  LA,  LRM,  LRS,  LínS,  NTF,  OPJ,  ÓBK,  RenB,  SIJ,  SVS,  VilÁ,  WÞÞ,  ÞórP,  ÞórdG.
nei:  AIJ,  ArnG,  ÁLÞ,  BLG,  EÁ,  GRÓ,  GE,  HVH,  IngS,  JFM,  JPJ,  KFrost,  LenK,  LE,  TAT,  ÞSv.
5 þm. (BergÓ,  HKF,  SGuðm,  SDG,  ÞorbG) greiddu ekki atkv.
7 þm. (ÁsF,  BjarnB,  GIK,  OH,  SSv,  ÞKG,  ÞSÆ) fjarstaddir.
2 þm. gerðu svofellda grein fyrir atkvæði sínu:

[15:54]
Ásthildur Lóa Þórsdóttir (Flf):
Bráðabirgðaútgáfa.

Virðulegur forseti. Með þessari breytingartillögu er verið að þrengja ákvæði um hverjir þurfi að skrá leigusamninga og að það verði bara bundið við stóra leigusala eins og leigufélögin. Ég skil ekki tilganginn með því. Af hverju í ósköpunum á ekki að skrá alla leigusamninga? Þetta ákvæði missir algjörlega marks ef verið er að undanskilja stóran hluta leigumarkaðarins og ýtir hreinlega undir svarta starfsemi og þá um leið væntanlega skattsvik. Það þarf að koma böndum á allan leigumarkaðinn, ekki bara hluta hans. Þess vegna segjum við í Flokki fólksins nei við þessari breytingartillögu.



[15:55]
Helga Vala Helgadóttir (Sf):
Bráðabirgðaútgáfa.

Herra forseti. Við í Samfylkingunni greiðum atkvæði gegn þessari tillögu. Tilgangurinn með breytingunum var góður, að búa til meira gagnsæi á markaðnum þannig að leigjendur hefðu meiri og betri yfirsýn yfir verðmyndun á markaði en með þessari tillögu er verið að undanskilja a.m.k. helming markaðar ef ekki meira, sem gerir það að verkum að stórir þátttakendur, stórir leigusalar, munu stýra verðinu á markaðnum. Það eru einu skilaboðin sem berast út. Þetta er ekki góð tillaga, og eins og ASÍ sagði á fundi hv. velferðarnefndar blaut tuska í andlit þeirra.



Brtt. 859,1, b-liður, samþ. með 35 shlj. atkv. og sögðu

  já:  AÞJ,  ÁBG,  ÁslS,  ÁsmD,  BGuðm,  BÁ,  BirgÞ,  BjG,  DME,  GE,  GÞÞ,  GuðmG,  GHaf,  HHH,  HSK,  HarB,  HildS,  IÓI,  JFF,  JónG,  KJak,  KGaut,  LA,  LRM,  LRS,  LínS,  NTF,  OPJ,  ÓBK,  RenB,  SIJ,  SVS,  WÞÞ,  ÞórP,  ÞórdG.
20 þm. (AIJ,  ArnG,  ÁLÞ,  BergÓ,  BLG,  EÁ,  GRÓ,  HKF,  HVH,  IngS,  JFM,  JPJ,  KFrost,  LenK,  LE,  SGuðm,  SDG,  TAT,  ÞorbG,  ÞSv) greiddu ekki atkv.
8 þm. (ÁsF,  BjarnB,  GIK,  OH,  SSv,  VilÁ,  ÞKG,  ÞSÆ) fjarstaddir.

 3. gr., svo breytt, samþ. með 35 shlj. atkv. og sögðu

  já:  AÞJ,  ÁBG,  ÁslS,  ÁsmD,  BGuðm,  BÁ,  BirgÞ,  BjG,  DME,  GÞÞ,  GuðmG,  GHaf,  HHH,  HSK,  HarB,  HildS,  IÓI,  JFF,  JónG,  KJak,  KGaut,  LA,  LRM,  LRS,  LínS,  NTF,  OPJ,  ÓBK,  RenB,  SIJ,  SVS,  VilÁ,  WÞÞ,  ÞórP,  ÞórdG.
20 þm. (AIJ,  ArnG,  ÁLÞ,  BergÓ,  BLG,  EÁ,  GRÓ,  GE,  HKF,  HVH,  IngS,  JFM,  JPJ,  KFrost,  LenK,  SGuðm,  SDG,  TAT,  ÞorbG,  ÞSv) greiddu ekki atkv.
8 þm. (ÁsF,  BjarnB,  GIK,  LE,  OH,  SSv,  ÞKG,  ÞSÆ) fjarstaddir.

 4. gr. samþ. með 38 shlj. atkv. og sögðu

  já:  AÞJ,  ÁBG,  ÁslS,  ÁsmD,  ÁLÞ,  BGuðm,  BÁ,  BirgÞ,  BjG,  DME,  GE,  GÞÞ,  GuðmG,  GHaf,  HHH,  HSK,  HarB,  HildS,  IÓI,  JFF,  JónG,  KJak,  KGaut,  LA,  LRM,  LRS,  LínS,  NTF,  OPJ,  ÓBK,  RenB,  SIJ,  SVS,  TAT,  VilÁ,  WÞÞ,  ÞórP,  ÞórdG.
18 þm. (AIJ,  ArnG,  BergÓ,  BLG,  EÁ,  GRÓ,  HKF,  HVH,  IngS,  JFM,  JPJ,  KFrost,  LenK,  LE,  SGuðm,  SDG,  ÞorbG,  ÞSv) greiddu ekki atkv.
7 þm. (ÁsF,  BjarnB,  GIK,  OH,  SSv,  ÞKG,  ÞSÆ) fjarstaddir.

Brtt. 859,2 samþ. með 39 shlj. atkv. og sögðu

  já:  AÞJ,  ÁBG,  ÁslS,  ÁsmD,  ÁLÞ,  BGuðm,  BÁ,  BirgÞ,  BjG,  DME,  EÁ,  GE,  GÞÞ,  GuðmG,  GHaf,  HHH,  HSK,  HarB,  HildS,  IÓI,  JFF,  JónG,  KJak,  KGaut,  LA,  LRM,  LRS,  LínS,  NTF,  OPJ,  ÓBK,  RenB,  SIJ,  SVS,  TAT,  VilÁ,  WÞÞ,  ÞórP,  ÞórdG.
17 þm. (AIJ,  ArnG,  BergÓ,  BLG,  GRÓ,  HKF,  HVH,  IngS,  JFM,  JPJ,  KFrost,  LenK,  LE,  SGuðm,  SDG,  ÞorbG,  ÞSv) greiddu ekki atkv.
7 þm. (ÁsF,  BjarnB,  GIK,  OH,  SSv,  ÞKG,  ÞSÆ) fjarstaddir.

 5. gr., svo breytt, samþ. með 40 shlj. atkv. og sögðu

  já:  AÞJ,  ÁBG,  ÁslS,  ÁsmD,  ÁLÞ,  BGuðm,  BÁ,  BirgÞ,  BjG,  DME,  EÁ,  GE,  GÞÞ,  GuðmG,  GHaf,  HHH,  HSK,  HarB,  HildS,  IÓI,  JFM,  JFF,  JónG,  KJak,  KGaut,  LA,  LRM,  LRS,  LínS,  NTF,  OPJ,  ÓBK,  RenB,  SIJ,  SVS,  TAT,  VilÁ,  WÞÞ,  ÞórP,  ÞórdG.
16 þm. (AIJ,  ArnG,  BergÓ,  BLG,  GRÓ,  HKF,  HVH,  IngS,  JPJ,  KFrost,  LenK,  LE,  SGuðm,  SDG,  ÞorbG,  ÞSv) greiddu ekki atkv.
7 þm. (ÁsF,  BjarnB,  GIK,  OH,  SSv,  ÞKG,  ÞSÆ) fjarstaddir.

Brtt. í nál. 860,1 felld með 34:15 atkv. og sögðu

  já:  AIJ,  ArnG,  ÁLÞ,  BLG,  EÁ,  GRÓ,  HVH,  IngS,  JFM,  JPJ,  KFrost,  LenK,  LE,  TAT,  ÞSv.
nei:  AÞJ,  ÁBG,  ÁslS,  ÁsmD,  BGuðm,  BÁ,  BirgÞ,  BjG,  DME,  GÞÞ,  GuðmG,  GHaf,  HHH,  HSK,  HarB,  HildS,  IÓI,  JFF,  KJak,  KGaut,  LA,  LRM,  LRS,  LínS,  NTF,  OPJ,  ÓBK,  RenB,  SIJ,  SVS,  VilÁ,  WÞÞ,  ÞórP,  ÞórdG.
7 þm. (BergÓ,  GE,  HKF,  JónG,  SGuðm,  SDG,  ÞorbG) greiddu ekki atkv.
7 þm. (ÁsF,  BjarnB,  GIK,  OH,  SSv,  ÞKG,  ÞSÆ) fjarstaddir.
1 þm. gerði svofellda grein fyrir atkvæði sínu:

[15:58]
Ásthildur Lóa Þórsdóttir (Flf):
Bráðabirgðaútgáfa.

Virðulegi forseti. Þarna erum við að mæla með því að fellt verði út ákvæði sem snýr að því að festa í sessi markaðsleigu. Við höfum á undanförnum dögum séð hvaða áhrif markaðsleiga og þetta villta vestur sem ríkir á leigumarkaði hefur á leigumarkaðinn. Hér er verið að festa það í sessi, þetta villta vestur sem er búið að vera þar, og kalla það sanngirni. Þess vegna þarf að fella þessa grein út úr frumvarpinu eins og breytingartillagan mælir til um.



Brtt. 859,3 samþ. með 35:10 atkv. og sögðu

  já:  AÞJ,  ÁBG,  ÁslS,  ÁsmD,  BGuðm,  BÁ,  BirgÞ,  BjG,  DME,  GÞÞ,  GuðmG,  GHaf,  HHH,  HSK,  HarB,  HildS,  IÓI,  JFF,  JónG,  KJak,  KGaut,  LA,  LRM,  LRS,  LínS,  NTF,  OPJ,  ÓBK,  RenB,  SIJ,  SVS,  VilÁ,  WÞÞ,  ÞórP,  ÞórdG.
nei:  AIJ,  ArnG,  ÁLÞ,  BLG,  EÁ,  GRÓ,  IngS,  JFM,  LenK,  TAT.
11 þm. (BergÓ,  GE,  HKF,  HVH,  JPJ,  KFrost,  LE,  SGuðm,  SDG,  ÞorbG,  ÞSv) greiddu ekki atkv.
7 þm. (ÁsF,  BjarnB,  GIK,  OH,  SSv,  ÞKG,  ÞSÆ) fjarstaddir.

 6. gr., svo breytt, a-liður, samþ. með 35:2 atkv. og sögðu

  já:  AÞJ,  ÁBG,  ÁslS,  ÁsmD,  BGuðm,  BÁ,  BirgÞ,  BjG,  DME,  GÞÞ,  GuðmG,  GHaf,  HHH,  HSK,  HarB,  HildS,  IÓI,  JFF,  JónG,  KJak,  KGaut,  LA,  LRM,  LRS,  LínS,  NTF,  OPJ,  ÓBK,  RenB,  SIJ,  SVS,  VilÁ,  WÞÞ,  ÞórP,  ÞórdG.
nei:  EÁ,  JFM.
19 þm. (AIJ,  ArnG,  ÁLÞ,  BergÓ,  BLG,  GRÓ,  GE,  HKF,  HVH,  IngS,  JPJ,  KFrost,  LenK,  LE,  SGuðm,  SDG,  TAT,  ÞorbG,  ÞSv) greiddu ekki atkv.
7 þm. (ÁsF,  BjarnB,  GIK,  OH,  SSv,  ÞKG,  ÞSÆ) fjarstaddir.

 6. gr., svo breytt, b-liður, samþ. með 34:5 atkv. og sögðu

  já:  AÞJ,  ÁBG,  ÁslS,  ÁsmD,  BGuðm,  BÁ,  BirgÞ,  BjG,  DME,  GÞÞ,  GuðmG,  GHaf,  HHH,  HSK,  HarB,  HildS,  IÓI,  JFF,  JónG,  KJak,  KGaut,  LA,  LRM,  LRS,  LínS,  NTF,  OPJ,  ÓBK,  RenB,  SIJ,  SVS,  WÞÞ,  ÞórP,  ÞórdG.
nei:  ÁLÞ,  EÁ,  IngS,  JFM,  TAT.
16 þm. (AIJ,  ArnG,  BergÓ,  BLG,  GRÓ,  GE,  HKF,  HVH,  JPJ,  KFrost,  LenK,  LE,  SGuðm,  SDG,  ÞorbG,  ÞSv) greiddu ekki atkv.
8 þm. (ÁsF,  BjarnB,  GIK,  OH,  SSv,  VilÁ,  ÞKG,  ÞSÆ) fjarstaddir.

Brtt. í nál. 860,2 felld með 33:15 atkv. og sögðu

  já:  AIJ,  ArnG,  ÁLÞ,  BLG,  EÁ,  GRÓ,  HVH,  IngS,  JFM,  JPJ,  KFrost,  LenK,  LE,  TAT,  ÞSv.
nei:  ÁBG,  ÁslS,  ÁsmD,  BGuðm,  BÁ,  BirgÞ,  BjG,  DME,  GÞÞ,  GuðmG,  GHaf,  HHH,  HSK,  HarB,  HildS,  IÓI,  JFF,  JónG,  KJak,  KGaut,  LA,  LRM,  LRS,  LínS,  NTF,  OPJ,  ÓBK,  RenB,  SIJ,  SVS,  WÞÞ,  ÞórP,  ÞórdG.
6 þm. (BergÓ,  GE,  HKF,  SGuðm,  SDG,  ÞorbG) greiddu ekki atkv.
9 þm. (AÞJ,  ÁsF,  BjarnB,  GIK,  OH,  SSv,  VilÁ,  ÞKG,  ÞSÆ) fjarstaddir.
1 þm. gerði svofellda grein fyrir atkvæði sínu:

[16:01]
Ásthildur Lóa Þórsdóttir (Flf):
Bráðabirgðaútgáfa.

Virðulegi forseti. Í lögunum virðist sem leigjendur séu almennt lítið upplýstir um forgangsrétt leigjenda til áframhaldandi leigu að umsömdum leigutíma loknum og að við endurnýjun samnings skuli leggja til grundvallar að fyrri leigufjárhæð sé sanngjörn, samanber meginreglu 37. gr. laganna, og verði sá sem vefengir það að sýna fram á annað. Þar sem sá réttur er háður því skilyrði að leigjandi tilkynni leigusala a.m.k. þremur mánuðum áður en leigusamningur rennur út ef hann vill nýta sér hann er hætt við að leigjendur geti farið á mis við þetta tækifæri. Er því lagt til að í lögunum verði kveðið á um skyldu leigusala til að upplýsa leigjanda um þann rétt og skilyrði hans við gerð leigusamnings og hafi sú skylda verið vanrækt framlengist tilkynningarfrestur leigjanda allt fram til loka leigutímans.



 7. gr. samþ. með 34 shlj. atkv. og sögðu

  já:  AÞJ,  ÁBG,  ÁslS,  ÁsmD,  BGuðm,  BÁ,  BirgÞ,  DME,  GE,  GÞÞ,  GuðmG,  GHaf,  HHH,  HSK,  HarB,  HildS,  IÓI,  JFF,  JónG,  KJak,  KGaut,  LA,  LRM,  LRS,  LínS,  NTF,  OPJ,  ÓBK,  RenB,  SIJ,  SVS,  WÞÞ,  ÞórP,  ÞórdG.
20 þm. (AIJ,  ArnG,  ÁLÞ,  BergÓ,  BLG,  EÁ,  GRÓ,  HKF,  HVH,  IngS,  JFM,  JPJ,  KFrost,  LenK,  LE,  SGuðm,  SDG,  TAT,  ÞorbG,  ÞSv) greiddu ekki atkv.
9 þm. (ÁsF,  BjG,  BjarnB,  GIK,  OH,  SSv,  VilÁ,  ÞKG,  ÞSÆ) fjarstaddir.

 8. gr. samþ. með 35 shlj. atkv. og sögðu

  já:  AÞJ,  ÁBG,  ÁslS,  ÁsmD,  BGuðm,  BÁ,  BirgÞ,  DME,  GE,  GÞÞ,  GuðmG,  GHaf,  HHH,  HSK,  HarB,  HildS,  IÓI,  JFF,  JónG,  KJak,  KGaut,  LA,  LRM,  LRS,  LínS,  NTF,  OPJ,  ÓBK,  RenB,  SIJ,  SVS,  VilÁ,  WÞÞ,  ÞórP,  ÞórdG.
20 þm. (AIJ,  ArnG,  ÁLÞ,  BergÓ,  BLG,  EÁ,  GRÓ,  HKF,  HVH,  IngS,  JFM,  JPJ,  KFrost,  LenK,  LE,  SGuðm,  SDG,  TAT,  ÞorbG,  ÞSv) greiddu ekki atkv.
8 þm. (ÁsF,  BjG,  BjarnB,  GIK,  OH,  SSv,  ÞKG,  ÞSÆ) fjarstaddir.

Brtt. í nál. 860,3 felld með 35:10 atkv. og sögðu

  já:  AIJ,  ArnG,  ÁLÞ,  BLG,  EÁ,  GRÓ,  IngS,  JFM,  LenK,  TAT.
nei:  AÞJ,  ÁBG,  ÁslS,  ÁsmD,  BGuðm,  BÁ,  BirgÞ,  BjG,  DME,  GÞÞ,  GuðmG,  GHaf,  HHH,  HSK,  HarB,  HildS,  IÓI,  JFF,  JónG,  KJak,  KGaut,  LA,  LRM,  LRS,  LínS,  NTF,  OPJ,  ÓBK,  RenB,  SIJ,  SVS,  VilÁ,  WÞÞ,  ÞórP,  ÞórdG.
12 þm. (BergÓ,  GE,  HKF,  HVH,  JPJ,  KFrost,  LE,  SGuðm,  SDG,  ÞorbG,  ÞKG,  ÞSv) greiddu ekki atkv.
6 þm. (ÁsF,  BjarnB,  GIK,  OH,  SSv,  ÞSÆ) fjarstaddir.
1 þm. gerði svofellda grein fyrir atkvæði sínu:

[16:04]
Inga Sæland (Flf):
Bráðabirgðaútgáfa.

Herra forseti. Hér gefum við stjórnarflokkunum tækifæri til að klóra aðeins í bakkann og sýna vilja í verki, að reyna að koma böndum á þetta brjálæði á leigumarkaði þótt ekki væri nema á komandi ári. Þetta er bráðabirgðaákvæði sem felur það í sér að leiguna megi eigi hækka meira en um 4% á árinu 2023. Við erum að miða hér við efri vikmörk Seðlabankans hvað varðar verðbólgu. Þetta mun hafa í rauninni þau áhrif út í kerfið okkar að draga úr þenslu og um leið væri þetta ágætistæki til þess einmitt að vinna gegn verðbólgunni, svo ég tali nú ekki um gæskuna sem það sýndi leigutökum sem eru gjörsamlega, margir hverjir, að sligast undan þeim álögum sem á þau eru lögð af leigusölum sem í rauninni svífast einskis hér í ótrúlegri græðgi, maður hefur varla séð annað eins. Ég segi já.



Brtt. 859,5 samþ. með 36 shlj. atkv. og sögðu

  já:  AÞJ,  ÁBG,  ÁslS,  ÁsmD,  BGuðm,  BÁ,  BirgÞ,  BjG,  DME,  GE,  GÞÞ,  GuðmG,  GHaf,  HHH,  HSK,  HarB,  HildS,  IÓI,  JFF,  JónG,  KJak,  KGaut,  LA,  LRM,  LRS,  LínS,  NTF,  OPJ,  ÓBK,  RenB,  SIJ,  SVS,  VilÁ,  WÞÞ,  ÞórP,  ÞórdG.
21 þm. (AIJ,  ArnG,  ÁLÞ,  BergÓ,  BLG,  EÁ,  GRÓ,  HKF,  HVH,  IngS,  JFM,  JPJ,  KFrost,  LenK,  LE,  SGuðm,  SDG,  TAT,  ÞorbG,  ÞKG,  ÞSv) greiddi ekki atkv.
6 þm. (ÁsF,  BjarnB,  GIK,  OH,  SSv,  ÞSÆ) fjarstaddir.

 9. gr., svo breytt, samþ. með 36 shlj. atkv. og sögðu

  já:  AÞJ,  ÁBG,  ÁslS,  ÁsmD,  BGuðm,  BÁ,  BirgÞ,  BjG,  DME,  GE,  GÞÞ,  GuðmG,  GHaf,  HHH,  HSK,  HarB,  HildS,  IÓI,  JFF,  JónG,  KJak,  KGaut,  LA,  LRM,  LRS,  LínS,  NTF,  OPJ,  ÓBK,  RenB,  SIJ,  SVS,  VilÁ,  WÞÞ,  ÞórP,  ÞórdG.
21 þm. (AIJ,  ArnG,  ÁLÞ,  BergÓ,  BLG,  EÁ,  GRÓ,  HKF,  HVH,  IngS,  JFM,  JPJ,  KFrost,  LenK,  LE,  SGuðm,  SDG,  TAT,  ÞorbG,  ÞKG,  ÞSv) greiddi ekki atkv.
6 þm. (ÁsF,  BjarnB,  GIK,  OH,  SSv,  ÞSÆ) fjarstaddir.

Brtt. 859,6 samþ. með 36 shlj. atkv. og sögðu

  já:  AÞJ,  ÁBG,  ÁslS,  ÁsmD,  BGuðm,  BÁ,  BirgÞ,  BjG,  DME,  GE,  GÞÞ,  GuðmG,  GHaf,  HHH,  HSK,  HarB,  HildS,  IÓI,  JFF,  JónG,  KJak,  KGaut,  LA,  LRM,  LRS,  LínS,  NTF,  OPJ,  ÓBK,  RenB,  SIJ,  SVS,  VilÁ,  WÞÞ,  ÞórP,  ÞórdG.
21 þm. (AIJ,  ArnG,  ÁLÞ,  BergÓ,  BLG,  EÁ,  GRÓ,  HKF,  HVH,  IngS,  JFM,  JPJ,  KFrost,  LenK,  LE,  SGuðm,  SDG,  TAT,  ÞorbG,  ÞKG,  ÞSv) greiddi ekki atkv.
6 þm. (ÁsF,  BjarnB,  GIK,  OH,  SSv,  ÞSÆ) fjarstaddir.

 10. gr., svo breytt, samþ. með 35 shlj. atkv. og sögðu

  já:  AÞJ,  ÁBG,  ÁslS,  ÁsmD,  BGuðm,  BÁ,  BirgÞ,  DME,  GE,  GÞÞ,  GuðmG,  GHaf,  HHH,  HSK,  HarB,  HildS,  IÓI,  JFF,  JónG,  KJak,  KGaut,  LA,  LRM,  LRS,  LínS,  NTF,  OPJ,  ÓBK,  RenB,  SIJ,  SVS,  VilÁ,  WÞÞ,  ÞórP,  ÞórdG.
21 þm. (AIJ,  ArnG,  ÁLÞ,  BergÓ,  BLG,  EÁ,  GRÓ,  HKF,  HVH,  IngS,  JFM,  JPJ,  KFrost,  LenK,  LE,  SGuðm,  SDG,  TAT,  ÞorbG,  ÞKG,  ÞSv) greiddi ekki atkv.
7 þm. (ÁsF,  BjG,  BjarnB,  GIK,  OH,  SSv,  ÞSÆ) fjarstaddir.

Fyrirsögn samþ. án atkvgr.

Frumvarpið gengur til 3. umr.