153. löggjafarþing — 72. fundur
 6. mars 2023.
Frestun á skriflegum svörum.
greiðsluaðlögun einstaklinga, fsp. ÁLÞ, 704. mál. — Þskj. 1077.
vernd í þágu líffræðilegrar fjölbreytni, fsp. AIJ, 729. mál. — Þskj. 1105.
einstaklingar með tengslaröskun, fsp. ESH, 726. mál. — Þskj. 1102.
búfjárbeit á friðuðu eða vernduðu landi, fsp. HKF, 713. mál. — Þskj. 1088.
ofanflóðasjóður, fsp. LínS, 692. mál. — Þskj. 1064.
aðgengi að túlkaþjónustu, fsp. IIS, 733. mál. — Þskj. 1109.
sanngirnisbætur, fsp. IIS, 718. mál. — Þskj. 1094.

[15:05]
Forseti (Birgir Ármannsson):
Bráðabirgðaútgáfa.

Forseta hafa borist bréf frá umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra þar sem óskað er eftir fresti til þess að veita skrifleg svör við fyrirspurnum á þskj. 1064, um ofanflóðasjóð, frá Líneik Önnu Sævarsdóttur, á þskj. 1088, um búfjárbeit á friðuðu eða vernduðu landi, frá Hönnu Katrínu Friðriksson, og á þskj. 1105, um vernd í þágu líffræðilegrar fjölbreytni, frá Andrési Inga Jónssyni.

Einnig hefur borist bréf frá heilbrigðisráðherra þar sem óskað er eftir fresti til þess að veita skriflegt svar við fyrirspurn á þskj. 1102, um einstaklinga með tengslaröskun, frá Evu Sjöfn Helgadóttur.

Þá hafa borist bréf frá dómsmálaráðherra þar sem óskað er eftir fresti til að veita skrifleg svör við fyrirspurnum á þskj. 1094, um sanngirnisbætur, og á þskj. 1109, um aðgengi að túlkaþjónustu, báðar frá Indriða Inga Stefánssyni.

Að lokum hefur borist bréf frá félags- og vinnumarkaðsráðherra þar sem óskað er eftir fresti til að veita skriflegt svar við fyrirspurn á þskj. 1077, um greiðsluaðlögun einstaklinga, frá Ásthildi Lóu Þórsdóttur.