153. löggjafarþing — 81. fundur
 15. mars 2023.
Frestun á skriflegum svörum.
raforkuöryggi í Vestmannaeyjum, fsp. JFF, 750. mál. — Þskj. 1142.
ráðning starfsfólks með skerta starfsorku, fsp. ÁsF, 759. mál. — Þskj. 1152.
samningar um skólaþjónustu, fsp. EÁ, 666. mál. — Þskj. 1036.

[17:16]
Forseti (Birgir Ármannsson):

Forseta hafa borist bréf frá umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra þar sem óskað er eftir fresti til þess að veita skrifleg svör við fyrirspurnum á þskj. 1142, um raforkuöryggi í Vestmannaeyjum, frá Jóhanni Friðrik Friðrikssyni, og á þskj. 1152, um ráðningu starfsfólks með skerta starfsorku, frá Ásmundi Friðrikssyni. Einnig hefur borist bréf frá mennta- og barnamálaráðherra þar sem óskað er eftir fresti til þess að veita skriflegt svar við fyrirspurn á þskj. 1036, um samninga um skólaþjónustu, frá Eyjólfi Ármannssyni.