153. löggjafarþing — 95. fundur
 18. apríl 2023.
Frestun á skriflegum svörum.
staða grunnnáms í listdansi og rekstrarumhverfi listdansskóla, fsp. VE, 891. mál. — Þskj. 1393.
sjóðir á vegum ráðuneytisins og stofnana þess, fsp. HildS, 933. mál. — Þskj. 1463.
söfnun og endurvinnsla veiðarfæra, fsp. AIJ, 884. mál. — Þskj. 1386.
samdráttur í losun gróðurhúsalofttegunda, fsp. ÞSv, 878. mál. — Þskj. 1374.
Heilsugæslan í Grafarvogi, fsp. DME, 868. mál. — Þskj. 1363.
Geðheilsumiðstöð barna, fsp. AIJ, 883. mál. — Þskj. 1385.
heimaþjónusta ljósmæðra, fsp. JPJ, 885. mál. — Þskj. 1387.

[13:32]
Forseti (Birgir Ármannsson):
Bráðabirgðaútgáfa.

Forseta hefur borist bréf frá mennta- og barnamálaráðherra þar sem óskað er eftir fresti til þess að veita skriflegt svar við fyrirspurn á þskj. 1393, um stöðu grunnnáms í listdansi og rekstrarumhverfi listdansskóla, frá Viðari Eggertssyni.

Einnig hefur borist bréf frá matvælaráðherra þar sem óskað er eftir fresti til að veita skriflegt svar við fyrirspurn á þskj. 1463, um sjóði á vegum ráðuneytanna og stofnana þess, frá Hildi Sverrisdóttur.

Þá hafa borist bréf frá umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra þar sem óskað er eftir fresti til að veita skrifleg svör við fyrirspurnum á þskj. 1374, um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda, frá Þórunni Sveinbjarnardóttur, og á þskj. 1386, um söfnun og endurvinnslu veiðarfæra, frá Andrési Inga Jónssyni.

Að lokum hafa borist bréf frá heilbrigðisráðherra þar sem óskað er eftir fresti til þess að veita skrifleg svör við fyrirspurnum á þskj. 1363, um Heilsugæsluna í Grafarvogi, frá Diljá Mist Einarsdóttur, á þskj. 1385, um Geðheilsumiðstöð barna, frá Andrési Inga Jónssyni, og á þskj. 1387, um heimaþjónustu ljósmæðra, frá Jóhanni Páli Jóhannssyni.