153. löggjafarþing — 97. fundur
 24. apríl 2023.
Frestun á skriflegum svörum.
endurupptaka mála í kjölfar dóms Héraðsdóms Reykjavíkur, fsp. ArnG, 854. mál. — Þskj. 1325.
börn í afreksíþróttum, fsp. ESH, 960. mál. — Þskj. 1504.
meiðsli og eftirlit með íþróttastarfi barna, fsp. ESH, 961. mál. — Þskj. 1505.
ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um ungt fólk, frið og öryggi, fsp. LRS, 903. mál. — Þskj. 1415.
stýrihópur og sérfræðingateymi um heildarendurskoðun á örorkulífeyriskerfinu, fsp. JPJ, 892. mál. — Þskj. 1394.
fjöldi starfandi sjúkraliða og starfsmannavelta, fsp. ÞorbG, 902. mál. — Þskj. 1414.

[15:03]
Forseti (Andrés Ingi Jónsson):
Bráðabirgðaútgáfa.

Forseta hafa borist bréf frá mennta- og barnamálaráðherra það sem óskað er eftir fresti til að veita skrifleg svör við fyrirspurnum á þskj. 1504, um börn í afreksíþróttum, og á þskj. 1505, um meiðsli og eftirlit með íþróttastarfi barna, báðar frá Evu Sjöfn Helgadóttur.

Einnig hafa hefur borist bréf frá dómsmálaráðherra þar sem óskað er eftir fresti til að veita skriflegt svar við fyrirspurn á þskj. 1325, um endurupptöku mála í kjölfar dóms Héraðsdóms Reykjavíkur, frá Arndís Önnu Kristínardóttur Gunnarsdóttur.

Þá hefur borist bréf frá utanríkisráðherra þar sem óskað er eftir fresti til að veita skriflegt svar við fyrirspurn á þskj. 1415, um ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um ungt fólk, frið og öryggi, frá Lilju Rannveigu Sigurgeirsdóttur.

Einnig hefur borist bréf frá félags- og vinnumarkaðsráðherra þar sem óskað er eftir fresti til að veita skriflegt svar við fyrirspurn á þskj.1394, um stýrihóp og sérfræðingateymi um heildræna endurskoðun á örorkulífeyriskerfinu, frá Jóhanni Páli Jóhannssyni.

Að lokum hefur borist bréf frá heilbrigðisráðherra þar sem óskað er eftir fresti til að veita skriflegt svar við fyrirspurn á þskj. 1414, um fjölda starfandi sjúkraliða og starfsmannaveltu, frá Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttur.