153. löggjafarþing — 104. fundur
 9. maí 2023.
stjórn fiskveiða, 3. umræða.
stjfrv., 537. mál (orkuskipti). — Þskj. 1677.

ATKVÆÐAGREIÐSLA

[14:11]

Frv.  samþ. með 36 shlj. atkv. og sögðu

  já:  ÁBG,  ÁsmD,  ÁsF,  BGuðm,  BÁ,  BjG,  BHar,  DME,  GE,  GÞÞ,  GuðmG,  GHaf,  HHH,  HKF,  HVH,  HHéð,  IÓI,  JSkúl,  JFF,  KJak,  LRS,  LE,  NTF,  OH,  OPJ,  ÓBK,  SGuðm,  SVS,  SSv,  TBE,  VKO,  WÞÞ,  ÞorbG,  ÞKG,  ÞórdG,  ÞSv.
13 þm. (AIJ,  ArnG,  ÁLÞ,  BLG,  GRÓ,  GIK,  HallM,  IIS,  IngS,  JFM,  SDG,  SigurjÞ,  TAT) greiddu ekki atkv.
14 þm. (ÁslS,  BergÓ,  BirgÞ,  BjarnB,  BjarnJ,  FRF,  HSK,  JPJ,  JónG,  LA,  LínS,  SIJ,  SÞÁ,  VilÁ) fjarstaddir.
1 þm. gerði svofellda grein fyrir atkvæði sínu:

[14:10]
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (Vg):
Bráðabirgðaútgáfa.

Virðulegi forseti. Í frumvarpinu eru lagðar til breytingar á lögum um stjórn fiskveiða í þá átt að innleiða hvata til orkuskipta hjá bátum með krókaveiðileyfi, að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Í umfjöllun nefndarinnar kom fram að bátar með vistvæna orkugjafa kalli á aukið umfang og þyngd orkugeyma og að búnaðurinn sé líka yfirleitt mun plássfrekari, t.d. stærri tankar eða rými fyrir rafhlöður. Í umræðu um stærð báta kom fram það sjónarmið að ekki væri miðað við brúttótonnahámark í öðrum útgerðarflokkum og því talið eðlilegt að afnema það. Um leið yrði að vera skýrt hvaða kröfur væru gerðar til hönnunar á bæði bátum og búnaði. Það leiði til aukins sveigjanleika í hönnun skipa, hvað henti best að teknu tilliti til öryggis um borð og orkuskipta. Undir þetta tekur meiri hlutinn.

Ráðherra getur með reglugerð heimilað aðra vistvæna orkugjafa en þá sem getið er um í frumvarpinu og teljast hafa lítið kolefnisspor.

Meiri hlutinn telur að mikilvægt sé að horft sé til upprunavottorða þegar kemur að því að skilgreina vistvæna orkugjafa og telur í þessu samhengi rétt að benda á að frumvarpið er aðeins eitt skref af þeim mörgu grænu skrefum sem þarf að stíga til að ná markmiðum um orkuskipti í sjávarútvegi.