153. löggjafarþing — 109. fundur
 16. maí 2023.
skipulagslög, 3. umræða.
stjfrv., 144. mál (uppbygging innviða). — Þskj. 1763, breytingartillaga 1769.

[14:10]
Ingibjörg Isaksen (F):
Bráðabirgðaútgáfa.

Virðulegi forseti. Ég vil leggja hér fram breytingartillögu við frumvarp til laga um breytingu á skipulagslögum, nr. 123/2010 (uppbygging innviða). Um er að ræða lagatæknilega lagfæringu sem hljóðar svo:

„2. málsl. 4. mgr. a-liðar 7. gr. (11. gr. a) orðist svo: Ekki er þó skylt að taka saman lýsingu skv. 1. mgr. 11. gr. c.“

Ég ítreka að hér er eingöngu um að ræða hreina lagfæringu og legg til að hún verði samþykkt.