153. löggjafarþing — 123. fundur
 9. júní 2023.
breyting á ýmsum lögum til samræmis við verðbólgumarkmið Seðlabanka Íslands, frh. 3. umræðu.
stjfrv., 1156. mál (laun þjóðkjörinna fulltrúa og embættismanna). — Þskj. 1976 (með áorðn. breyt. á þskj. 2096).

ATKVÆÐAGREIÐSLA

[19:21]

Frv.  samþ. með 51 shlj. atkv. og sögðu

  já:  ÁBG,  ÁslS,  ÁsmD,  ÁsF,  ÁLÞ,  BGuðm,  BergÓ,  BÁ,  BirgÞ,  BjG,  BjarnB,  BjarnJ,  BHar,  FRF,  GuðmG,  GIK,  GHaf,  HHH,  HSK,  HKF,  IngS,  IÓI,  JFM,  JSkúl,  JFF,  JPJ,  KJak,  KFrost,  LA,  LRS,  LínS,  LE,  NTF,  OH,  OPJ,  ÓBK,  SGuðm,  SIJ,  SigurjÞ,  SVS,  SÞÁ,  SSv,  TBE,  TAT,  VilÁ,  WÞÞ,  ÞorbG,  ÞKG,  ÞórP,  ÞórdG,  ÞSv.
5 þm. (AIJ,  ArnG,  GE,  GFH,  ÞSÆ) greiddu ekki atkv.
7 þm. (DME,  GRÓ,  GÞÞ,  HallM,  HVH,  JónG,  SDG) fjarstaddir.
1 þm. gerði svofellda grein fyrir atkvæði sínu:

[19:20]
Steinunn Þóra Árnadóttir (Vg):
Bráðabirgðaútgáfa.

Herra forseti. Við greiðum hér atkvæði um laun okkar og æðstu embættismanna samfélagsins. Ég greiði þessu frumvarpi atkvæði mitt með gleði vegna þess að mér finnst skipta máli að við tökum þátt í því að ná tökum á verðbólgunni, sem er jú markmið ríkisstjórnarinnar. Þetta frumvarp eitt og sér breytir ekki öllu en það skiptir máli inn í heildarpúslið. Ég verð að segja að það hefur komið mér mjög á óvart hvernig bæði þingflokkur Pírata og Samfylkingarinnar hafa í gegnum þessa atkvæðagreiðslu hér ekki viljað hafa það þannig að allt efsta lagið í embættismannakerfinu tæki þátt í þessu. En ég er mjög glöð að sjá það hér á atkvæðatöflunni að í lokaafgreiðslu erum við nú flest með í þessu, því að þetta skiptir máli. Þetta breytir ekki öllu en við eigum að ganga á undan með góðu fordæmi og það erum við að gera hér í dag. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)