154. löggjafarþing — 13. fundur
 11. október 2023.
Frestun á skriflegum svörum.
greiningar á þreytueinkennum eftir veirusýkingu, fsp. GRÓ, 196. mál. — Þskj. 198.

[15:01]
Forseti (Birgir Ármannsson):

Forseta hafa borist bréf frá heilbrigðisráðherra þar sem óskað er eftir fresti til að veita skrifleg svör við fyrirspurnum á þskj. 198, um greiningar á þreytueinkennum eftir veirusýkingu, á þskj. 212, um fæðingar á Íslandi, og á þskj. 213, um inngrip í fæðingar, allar frá Gísla Rafni Ólafssyni, á þskj. 218, um kostnað vegna komu ferðamanna á Landspítala, og á þskj. 219, um kostnað vegna komu ferðamanna á Sjúkrahúsið á Akureyri, báðar frá Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttur og að lokum á þskj. 235, um meðferðarstöðvar, frá Evu Sjöfn Helgadóttur.