154. löggjafarþing — 79. fundur
 4. mars 2024.

Spyrjandi var .

framboð til forseta Íslands.

[15:22]
Guðmundur Ingi Kristinsson (Flf):

Virðulegur forseti. Í kjördæmavikunni, sem var vel heppnuð, dundi á mér spurning sem ég gat alls ekki svarað. Það var alveg ótrúlegur fjöldi sem spurði mig alltaf þessarar sömu spurningar og því hef ég ákveðið að spyrja hæstv. forsætisráðherra um það, vegna þess að ég held að hún sé sú eina sem getur svarað þessari spurningu. Þessi spurning varðar framboð til forseta Íslands. Það liggur í augum uppi að ef hæstv. forsætisráðherra myndi fara í framboð til forseta Íslands hefði það veruleg áhrif á sitjandi ríkisstjórn og framtíð hennar. Ég spyr því hæstv. forsætisráðherra: Ætlar þú í framboð til forseta Íslands? [Hlátur í þingsal.] Nei eða já, af eða á.



[15:23]
forsætisráðherra (Katrín Jakobsdóttir) (Vg):

Herra forseti. Ég trúi því nú varla að í kjördæmaviku þingmanna Flokks fólksins hafi þetta verið eina spurningin sem þeir fengu, aðalspurningin. [Hlátur í þingsal.] Þannig að ég vil hughreysta hv. þingmann og segja að ég er bara enn í starfi mínu sem forsætisráðherra og verð hér áfram um sinn.



[15:23]
Guðmundur Ingi Kristinsson (Flf):

Virðulegur forseti. Ég þakka hæstv. forsætisráðherra fyrir ekki-svarið, vegna þess að þetta var eiginlega ekkert svar, af því að ég myndi vilja segja, eins og segir í kvæðinu: Já eða nei, af eða á. Ætlar hæstv. forsætisráðherra að bjóða sig fram til forseta eða er hún að íhuga það?



[15:24]
forsætisráðherra (Katrín Jakobsdóttir) (Vg):