154. löggjafarþing — 10. fundur,  28. sept. 2023.

Mannréttindastofnun Íslands.

239. mál
[13:13]
Horfa

Eyjólfur Ármannsson (Flf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég er með mjög einfalda spurningu fyrir hæstv. forsætisráðherra um frumvarpið sem hún hefur lagt hér fram, frumvarp til laga um Mannréttindastofnun Íslands. Meginhlutverk stofnunarinnar er að efla og vernda mannréttindi á Íslandi, eins og þau eru skilgreind í stjórnarskrá, lögum, alþjóðasamningum og öðrum alþjóðlegum skuldbindingum. Lítur hæstv. forsætisráðherra á þetta mál sem mannréttindamál?