149. löggjafarþing — 103. fundur,  13. maí 2019.

þungunarrof.

393. mál
[18:00]
Horfa

Helgi Hrafn Gunnarsson (P) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Það verður hver hv. þingmaður að draga sínar ályktanir og taka sínar ákvarðanir út frá eigin sannfæringu og þær eru misjafnar og fólk nálgast þetta mál á misjöfnum forsendum. Ég kemst ekki hjá því að athuga að þótt þetta sé erfitt mál sem ég skil að það sé fyrir marga virðist það vera ívið erfiðara fyrir karlþingmenn [Hlátur í þingsal.] en kvenþingmenn. Hvers vegna ætli það sé? Eru kvenþingmenn bara meira harðbrjósta? Skilja þær málið verr? Hvað gæti útskýrt það tölfræðilega mynstur?

Ég ætla að skilja þá spurningu eftir handa hv. þingmönnum sjálfum.