141. löggjafarþing — 104. fundur,  15. mars 2013.

afgreiðsla mála á dagskrá.

[14:49]
Horfa

Árni Þór Sigurðsson (Vg):

Frú forseti. Ég er mjög ánægður með að sjá að það gengur svolítið niður dagskrána og að menn eru reiðubúnir til að ræða málin. Ég ætla samt að segja varðandi 8. málið sem hér er sérstaklega nefnt, að ég er búinn að vera hér í húsi og hyggst mæla fyrir því. Ég er að vísu ekki framsögumaður á málinu en formaður þeirrar nefndar sem um það fjallaði. Ég gæti meira að segja notað þennan tíma undir liðnum um fundarstjórn forseta til að mæla fyrir málinu og klára það en ég reikna ekki með að það væri mjög vinsælt. En ég er reiðubúinn til að mæla fyrir málinu hið fyrsta.