149. löggjafarþing — 109. fundur,  24. maí 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[06:17]
Horfa

Karl Gauti Hjaltason (M) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir spurninguna. Hann sagði að ríkisvaldið hlustaði ekki. Ég vil frekar orða þetta sem svo að ríkisstjórnin hlusti ekki. Og hv. þingmaður orðaði það þannig að þeir hlustuðu ekki á sveitarfélögin. Ég vil bara orða þetta enn skýrar með því að segja: Þeir hlusta ekki á nokkurn mann. Þeir hlusta ekki á nokkurn mann eins og ég hef rakið í minni ræðu. Þeir hlusta ekki á sveitarfélögin, hárrétt hjá hv. þingmanni, en þeir hlusta heldur ekki á almenning og þeir hlusta ekki á einstaklingana sem senda inn umsóknir. Þeir hlusta ekki á sérfræðingana sem margir hverjir hafa varað við valdframsalinu. Og þeir hlusta náttúrlega alls ekki á Miðflokkinn.