151. löggjafarþing — 109. fundur,  8. júní 2021.

breyting á starfsáætlun.

[13:02]
Horfa

Forseti (Steingrímur J. Sigfússon):

Forseti vill fyrst upplýsa að forsætisnefnd samþykkti einróma á fundi sínum nú í hádeginu að starfsáætlun 151. löggjafarþings yrði tekin úr sambandi. Það er í raun í samræmi við það sem oftast er við aðstæður eins og þessar undir lok þinghalds að tilhögun bæði nefndafunda og þingfunda verður að ráðast af aðstæðum. Nefndir eru enn að störfum og að afgreiða mál, í gær og í dag og mögulega á morgun í einhverjum mæli líka, þannig að yfirgnæfandi líkur eru á því að eitthvað þurfi að bæta við þinghaldið umfram það sem starfsáætlunin gerði ráð fyrir, að þingi lyki næstkomandi fimmtudag. Þann dag, fimmtudaginn 10. júní, er gert ráð fyrir því að umræður fari fram um fjáraukalagafrumvarp. Samtöl eru í gangi eins og vera ber milli formanna þingflokka og fleiri aðila um þinglokin og mikilvægt að þau gangi vel fyrir sig. Hlutirnir skýrast væntanlega á næstu klukkutímum og sólarhringum.