150. löggjafarþing — 110. fundur,  29. maí 2020.

stuðningur úr ríkissjóði vegna greiðslu hluta launakostnaðar á uppsagnarfresti.

811. mál
[12:11]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf):

Herra forseti. Í stað þeirrar tekjufærsluflækju sem stjórnarmeirihlutinn leggur til að farin verði í 8. gr. leggur Samfylkingin til að settur verði sérstakur tekjuskattsauki á fyrirtæki sem þau muni greiða í mesta lagi á tíu árum. Þetta virkar þannig að þeir sem rétta hratt úr kútnum greiða til baka hratt. Þeir sem ná ekki að rétta úr kútnum á þessum tíu árum greiða þá ekki neitt þannig að þarna er greitt eftir getu og við gerum líka ráð fyrir því að fyrirtækin þiggi þá eftir þörfum.