141. löggjafarþing — 111. fundur,  26. mars 2013.

tekjuskattur og staðgreiðsla opinberra gjalda.

629. mál
[23:08]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Við greiðum hér atkvæði um breytingu á lögum um tekjuskatt og lögum um staðgreiðslu opinberra gjalda. Þetta frumvarp er til komið vegna athugasemda ESA, Eftirlitsstofnunar EFTA, annars vegar gagnvart fyrirtækjum sem falla undir lágskattasvæði og skattlagningu þeirra og hins vegar varðandi skyldur starfsmannaleigna, að jafngilt sé hvort það eru innlendir eða erlendir aðilar. Þetta eru atriði sem nefndin öll flytur, efnahags- og viðskiptanefnd, og ég á hlut að því og stend að þessu máli og greiði því atkvæði.