Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 112. fundur,  30. maí 2023.

ný sorpbrennslustöð.

312. mál
[15:47]
Horfa

Orri Páll Jóhannsson (Vg):

Virðulegi forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra og hv. fyrirspyrjanda fyrir þessa umræðu sem ég held að sé mjög mikilvæg og get tekið undir margt af því sem hér kemur fram. En mig langaði aðeins að velta upp í þessu samhengi hvort ég og hv. fyrirspyrjandi deilum þeirri sýn að markmiðið hljóti og eigi að vera það að reyna að draga sem mest úr þeim úrgangi sem þurfi að koma í lóg og brennsla sé þegar upp er staðið allra síðasti kostur í því og frekar eigi, eins og hæstv. ráðherra benti á, að koma hlutunum aftur í sinn hreina úrgangsstraum, og því tengt, til að reyna að ná því markmiði, hvort hv. þingmaður sæi fyrir sér að bann við urðun eða urðunarskattur gæti hjálpað til við það. Mér þætti vænt um að heyra það frá hv. þingmanni í seinna innleggi sínu.