149. löggjafarþing — 112. fundur,  28. maí 2019.

um fundarstjórn.

[13:33]
Horfa

Kolbeinn Óttarsson Proppé (Vg):

Forseti. Þá er kominn enn einn snúningurinn í þá fáránlegu stöðu sem við búum við á þjóðþingi Íslendinga, stöðu sem við heyrðum hér fyrr í dag að aðrir þingmenn eru farnir að kvarta yfir, að komið er í veg fyrir það með grímulausu málþófi — þetta er ekkert annað en grímulaut málþóf — að hér nái vilji þingmanna fram að ganga, að hér sé hægt að starfa eðlilega og afgreiða mál. Fólk sem fær 90 klukkutíma eða meira til að koma skoðunum sínum á framfæri ætti kannski að vinna við eitthvað annað en að koma skoðunum sínum á framfæri eða fara á námskeið um hvernig hægt er að stytta mál sitt svo störf geti gengið eðlilega.

Að koma hér svo upp og kvarta yfir því að þetta sé svona er fullkomin hræsni.