151. löggjafarþing — 113. fundur,  12. júní 2021.

kosningalög.

339. mál
[15:00]
Horfa

Andrés Ingi Jónsson (P) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Ég má til með að kveðja mér hér hljóðs vegna þess að Miðflokkurinn er að gera athugasemd við það að fatlað fólk fái skilyrðislaust aðstoð á kjörstað, eins og það sé eitthvað tortryggilegt. Það er kannski rétt að minna á að við skilyrðum ekki mannréttindi. Við skilyrðum það ekki að fatlað fólk fái notið samfélagsins til jafns á við allt annað fólk. Þessi málflutningur er aftan úr einhverri forneskju sem við erum sem betur fer flest vaxin upp úr. Sem betur fer þarf fatlað fólk sem mætir á kjörstað ekki að betla það út úr yfirvöldum að fá að neyta kosningarréttar síns eins og allt annað fólk. Kosningarrétturinn er skilyrðislaus, hvort sem við erum fötluð eða ekki.