151. löggjafarþing — 113. fundur,  12. júní 2021.

aðbúnaður og meðferð fullorðins fatlaðs fólks með þroskahömlun og fullorðinna með geðrænan vanda.

804. mál
[19:47]
Horfa

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (V) (andsvar):

Virðulegur forseti. Þetta skýrir margt. Ég náði ekki alveg að tengja þarna nákvæmlega. Ég held að þetta séu mikilvægar rannsóknarspurningar sem eru settar fram en af því að hv. þingmaður talar um áraraðir þá vona ég að það sé ekki verið að horfa á að þetta taki ár, áraraðir eða áratugi. Ég velti fyrir mér hversu stutt fram í tímann sé verið að skoða aðbúnaðinn núna, því að sem betur fer er aðbúnaður fatlaðra, þroskahamlaðra, geðsjúkra allur annar í dag heldur en var bara fyrir 20, 10, hvað þá 5 árum. En getum við eitthvað lært af stöðunni í dag? Eða erum við einfaldlega að stóla á það eftirlit sem t.d. landlæknir á að sinna og aðrar eftirlitsstofnanir innan heilbrigðiskerfisins og velferðarmála? Eða er þetta sögulegur fróðleikur sem við viljum draga inn til þess að læra af til að betrumbæta allt kerfi sem á að taka utan um þessa hópa?