149. löggjafarþing — 114. fundur,  31. maí 2019.

lengd þingfundar.

[10:44]
Horfa

Þorsteinn Sæmundsson (M) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Ég skil forseta þannig að hann sé að biðja um lengri þingfund í dag. Er það réttur skilningur?

(Forseti (SJS): Hv. þingmaður?)

Ég skil forseta þannig að hann sé að biðja um lengdan þingfund í dag.

(Forseti (SJS): Já.)

Nohh. Með tilliti til þess að dagurinn endar kl. 12 á miðnætti og nú er föstudagur myndi ég leggja til að fundurinn stæði til kl. 23. Verði vilji til að framlengja fund eftir það verði boðað til nýrrar atkvæðagreiðslu um framlengingu þess fundar.

Ég styð að sjálfsögðu heils hugar þá tillögu forseta að þingfundur geti staðið lengur í dag en efni standa til.

(Forseti (SJS): Þetta er hið hefðbundna orðalag og þýðir, með vísan til þingskapa, að þingfundur geti staðið lengur en til kl. 20 í kvöld. Hversu lengi er svo annað mál eins og reynslan hefur sýnt undanfarna daga.)