145. löggjafarþing — 124. fundur,  2. júní 2016.

útlendingar.

728. mál
[12:30]
Horfa

Óttarr Proppé (Bf):

Virðulegur forseti. Það er ástæða til að rekja það sérstaklega að þetta frumvarp og undirbúningur þess hefur átt margra ára aðdraganda, upphaflega byggt á vinnu sem fram fór á síðasta kjörtímabili. Í vinnu þverpólitískrar þingmannanefndar var haft mjög mikið samráð. Haldnir voru faglegir samráðsfundir við aðila sem snerta málaflokkinn. Drög að frumvarpinu hjá þingmannanefndinni voru birt opinberlega síðasta sumar og haldnir voru opnir upplýsingafundir og samráðsfundir áður en málið kom síðan inn í þingið þar sem það hefur fengið mjög faglega og góða vinnu hjá allsherjar- og menntamálanefnd með góðum gestakomum og mikilvægri aðkomu þingsins. Ég fagna þessum vinnubrögðum og ég fagna því að við séum loksins eftir alla þá vinnu komin hingað. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)