149. löggjafarþing — 125. fundur,  19. júní 2019.

taka gjalds vegna fiskeldis í sjó og fiskeldissjóður.

710. mál
[16:31]
Horfa

Sigurður Páll Jónsson (M) (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Við í Miðflokknum lítum frumvarpið frekar jákvæðum augum þar sem þetta er tímabundin ráðstöfun sem verður tekin til endurskoðunar eftir eitt og hálft ár. Eins er von á hvítbók í Noregi um niðurstöður þeirra í gjaldamálum í fiskeldinu þar þannig að við munum greiða atkvæði með frumvarpinu.