140. löggjafarþing — 126. fundur,  19. júní 2012.

samgönguáætlun 2011--2022.

393. mál
[12:27]
Horfa

Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir (S) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Það eru mörg góð brýn samgönguverkefni sem eru lögð til í 12 ára áætlun en það veldur mér vonbrigðum að þrátt fyrir yfirlýsingar stjórnvalda þess efnis að Vestfirðir ættu að vera í sérstökum forgangi lítur áætlunin þannig út að vegagerð um Gufudalssveit lýkur ekki fyrr en á fjórða tímabili, árið 2022, eftir tíu ár. Staðan er þannig í dag að þetta eru einu þéttbýlisstaðir landsins sem ekki eru með uppbyggðan veg og bundið slitlag á þjóðveg 1. Ég hefði einnig viljað sjá í þessari samgönguáætlun uppbyggingu Vestfjarðavegar frá Bjarkalundi á Þingeyri ljúka á þriðja tímabili, árið 2018. Með þeim fyrirvara mun ég samþykkja þessa samgönguáætlun.