136. löggjafarþing — 127. fundur,  6. apr. 2009.

stjórnarskipunarlög.

385. mál
[16:00]
Horfa

Guðfinna S. Bjarnadóttir (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Við þurfum bara að kanna þetta mál. Það er greinilega orð á móti orði varðandi Samband íslenskra sveitarfélaga. Þetta er þó ekki aðalmálið í allri þessari umræðu. Aðalmálið er það að núverandi hæstv. ríkisstjórn lofaði því í verkefnaplaggi sínu að leita samráðs, að stunda lýðræðisleg vinnubrögð.

Ég er þeirrar skoðunar, og hef sagt það áður, að vart finnist ólýðræðislegri vinnubrögð en þau sem viðhöfð voru í þessu máli auk þess sem ég hef harðlega gagnrýnt aðferðafræðina sem notuð var.