138. löggjafarþing — 128. fundur,  31. maí 2010.

þingmennskuafsal Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur.

[12:06]
Horfa

Forseti (Ásta R. Jóhannesdóttir):

Við þingmennskuafsal Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur vil ég fyrir hönd Alþingis færa henni þakkir fyrir störf hennar á vettvangi þingsins. Hún kom til starfa á Alþingi óvenjurík af reynslu úr sveitarstjórnarmálum og þess hefur Alþingi notið á meðan hún hefur setið hér, ekki síst í annasömu starfi sem formaður allsherjarnefndar. Ég vil þakka henni persónulega góð samskipti, einkum sem einni af varaforsetum þingsins á þessu kjörtímabili.

Ég óska henni, og ég veit að ég mæli fyrir hönd allra þingmanna, alls hins besta þegar þessi tímamót hafa orðið í lífi hennar.