150. löggjafarþing — 130. fundur,  29. júní 2020.

sjúkratryggingar.

8. mál
[22:38]
Horfa

Guðmundur Ingi Kristinsson (Flf):

Virðulegur forseti. Þetta er eitt af þeim góðum málum sem ég styð heils hugar og ég er því á nefndarálitinu. Það er löngu tímabært að við tökum á geðrænum vandamálum og tökum þau inn í sjúkratryggingakerfið eins og hvert annað vandamál sem þarf að leysa. Við þurfum líka að líta í eigin barm og taka á og sýna betri stöðu í sambandi við geðheilbrigðismál barna sem eru ekki í góðum málum eins og er, a.m.k. hjá ákveðnum hópi barna. Það er okkur til skammar. En við erum greinilega að stíga rétta skrefið og við erum greinilega á réttri leið. Ég trúi ekki öðru en að við munum sjá til þess núna að allir fái þá þjónustu sem þeir þurfa á að halda þegar þeir þurfa á henni að halda, að þeir geti þá leitað til hennar hvort sem þeir hafa efni á henni eða ekki.