150. löggjafarþing — 130. fundur,  30. júní 2020.

almannatryggingar.

135. mál
[00:59]
Horfa

Frsm. minni hluta velfn. (Guðmundur Ingi Kristinsson) (Flf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég ætla ekkert að hafa þetta mikið lengra en ég bara bendi hv. þingmanni á að það var formaður í flokki hans á þeim tíma, Davíð Oddsson, sem tryggði þennan tvöfalda lás. Það var hann sem lagði fram frumvarp um að tryggja þetta. Meira að segja heyrði ég það sagt, ef ég heyrði rétt, eftir að þessari umræðu lauk og þetta var sett í lög að þarna væri búið að setja belti og axlabönd. Það sem við viljum gera hér er að klæða þetta líka í samfesting þannig að það fari ekki á milli mála og verði skýrt að þessir einstaklingar eigi rétt á þessu.