144. löggjafarþing — 136. fundur,  24. júní 2015.

dagskrá næsta fundar.

[15:03]
Horfa

Lilja Rafney Magnúsdóttir (Vg):

Herra forseti. Nú á Jónsmessunni leggjum við til, minni hlutinn, að við ræðum hér stöðuna á vinnumarkaðnum. Við teljum það vera mjög mikilvægt í ljósi þeirra atburða sem eru núna á vinnumarkaðnum og líka eru margar stéttir með óleysta samninga. Við teljum líka mikilvægt að ræða jöfnuð í samfélaginu, það er mjög brýnt, og það eru mál eins og fjöldauppsagnir á Landspítalanum, á heilbrigðisstofnunum, sem eru enn þá yfirvofandi þótt samningar hafi náðst við hjúkrunarfræðinga, sem er auðvitað mjög gott, en það liggur samt ekkert fyrir um hvort þeir samningar verða samþykktir í félögunum. Og meðan óvissa er um hvort uppsagnir verða dregnar til baka, þá held ég að mikilvægt sé að ræða þessi mál á Alþingi.