144. löggjafarþing — 137. fundur,  25. júní 2015.

dagskrá næsta fundar.

[10:34]
Horfa

Jón Þór Ólafsson (P) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Hæstv. forseti Alþingis hefur vanrækt að virkja lögbundið eftirlitsverkfæri þingmanna gagnvart framkvæmdarvaldinu. Þess vegna leggjum við fram þessa tillögu, meiri hluti þingsins getur virkjað það, getur leyft okkur að eiga tvo klukkutíma í að ræða mjög mikilvæg málefni líðandi stundar, eins og hættuástandið í heilbrigðiskerfinu. Búið er að samþykkja samninga en þeir verða örugglega felldir. Við þurfum að ræða það, við þurfum að ræða hvað var í boði í þessum samningum. Hver er stefna stjórnvalda varðandi heilbrigðiskerfið? Við þurfum að fá tækifæri til að ræða þessi mál. Það er enginn hérna inni sem er ekki sammála um það að mikilvægt sé að ræða þetta. Þið hafið heimildina til að setja þetta á dagskrá. Ég trúi ekki að þið gerið það en við berum samt sem áður upp þessa tillögu og munum halda áfram að bera hana upp þannig að þið hafnið því gegn ykkar eigin samvisku.