144. löggjafarþing — 138. fundur,  29. júní 2015.

staða hafna.

807. mál
[10:40]
Horfa

Haraldur Einarsson (F) (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Hér er beiðni um skýrslu frá þingmönnum úr öllum flokkum og ýmsum kjördæmum. Skýrslubeiðnin er um stöðu hafna á Íslandi. Í dag eru margar hafnir sem þurfa viðhald og hafa verið teknar úr notkun að hluta eða að fullu vegna viðhaldsleysis. Aðrar eru í takmarkaðri notkun með tilheyrandi hættu á slysum. Í framhaldi liggur fyrir að taka þurfi ákvörðun um hvort halda eigi þessum höfnum við eða taka þær úr notkun. Takmarkaðir fjármunir eru á samgönguáætlun og ég held að þessi skýrsla gæti nýst mjög vel við gerð 12 ára áætlunar, sem við fáum vonandi á næsta þingi, og ég held að hún geti nýst gríðarlega vel við þá gerð og hvet þingheim til að samþykkja þessa skýrslubeiðni.