144. löggjafarþing — 144. fundur,  2. júlí 2015.

þjóðaratkvæðagreiðslur.

[11:28]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (P):

Forseti. Ég geri mér grein fyrir því að það er erfitt að svara svo flóknum álitamálum á stuttum tíma en það var opnað svolítið á þessa umræðu í umræðunum í gær. Það sem ég hef áhyggjur af og mig langar til að árétta er að um leið og við erum komin með þröskuld um hve hátt hlutfall eigi að mæta dregur mjög úr lýðræðisréttinum. Það hefur sýnt sig í öðrum löndum. Þá væri maður frekar tilbúinn að hækka þröskuldinn um hve margir þurfa að kalla eftir þjóðaratkvæðagreiðslu. Hitt yrði mjög flókið í útfærslu og nánast ómögulegt.

Ráðherrann nefndi aðeins þau atriði sem vitað er að stjórnarskrárnefnd er að skoða og því spyr ég hvort ráðherrann sé mótfallinn heildarendurskoðun á stjórnarskrá lýðveldisins.