145. löggjafarþing — 155. fundur,  22. sept. 2016.

Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins.

873. mál
[14:54]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf) (andsvar):

Forseti. Þetta er virkilega … (Gripið fram í.)

(Forseti (BjÓ): Forseti vill biðja um einn fund í salnum.)

Forseti. Þetta er vissulega merkilegt og mikið frumvarp og tekur ekki bara til líðandi dags heldur tekur það til framtíðarinnar. Við erum að tala um ellilífeyri fólks langt inn í framtíðina. Ég átta mig á því að þetta hefur verið unnið lengi og væntanlega, ekki væntanlega, ábyggilega líka mjög vel. Ég hef hins vegar áhyggjur af því að okkur á löggjafarsamkundunni, sem stöndum á endanum ábyrg fyrir þeim lögum og reglum sem settar verða inn í framtíðina fyrir fólk sem hefur lokið starfsævi sinni, er ætluð vika til þess starfs.

Virðulegi forseti. Ég spyr hæstv. ráðherra: Deilir hann ekki þessum áhyggjum pínulítið (Forseti hringir.) með mér?