152. löggjafarþing — 16. fundur,  22. des. 2021.

fjárlög 2022.

1. mál
[18:09]
Horfa

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (P):

Forseti. Hér er stjórnarandstaðan að leggja til að Alþingi veiti fjárheimild fyrir lögum sem það hefur þegar samþykkt, að við veitum fullnægjandi fjárheimild fyrir nokkru sem við höfum þegar ákveðið að eigi að koma til framkvæmda og það er niðurgreiðsla á sálfræðiþjónustu. Við leggjum til lægri mörkin á því kostnaðarmati sem lá undir í tillögu sem samþykkt var af Alþingi, sem hljóðaði upp á 800 upp í 1.700 milljónir eða þar um bil. Við leggjum til lægri mörkin, að það sé lágmarksfjármögnun á þessari mikilvægu þjónustu sem þingið er nú þegar búið að samþykkja að niðurgreiða en er ekki tilbúið að standa við þegar á hólminn er komið. Við greiðum á eftir atkvæði um málamiðlun, um alla vega aukið fjárframlag í þetta, sem er vel. En það er áfram ekki nóg (Forseti hringir.) og það er ekki nógu gott að við séum að samþykkja hér lög sí og æ sem við samþykkjum svo ekki fjárheimildir fyrir.