139. löggjafarþing — 164. fundur,  15. sept. 2011.

Stjórnarráð Íslands.

674. mál
[21:03]
Horfa

Ásmundur Einar Daðason (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Af þeim dýrategundum sem hv. þingmaður kom inn á hygg ég að reynt hafi verið að flytja eina þeirra hingað til lands á sínum tíma, snemma á 20. öldinni, 1910, sauðnautin. Hv. þingmaður beindi orðum sínum að einhverju leyti til hæstv. sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og ég spyr hvort hann teldi, einkum við núverandi aðstæður þar sem við þurfum aukna gjaldeyrissköpun og atvinnuuppbyggingu, mikil sóknarfæri fólgin í því að skoða á nýjan leik sauðnautarækt á Íslandi. Hvaða landsvæði sæi hann þá fyrir sér sem heppilegust fyrir þessa framleiðslu og hvaða afurðir hann teldi hægt að vinna af sauðnautunum?