139. löggjafarþing — 167. fundur,  17. sept. 2011.

sveitarstjórnarlög.

726. mál
[17:40]
Horfa

innanríkisráðherra (Ögmundur Jónasson) (Vg):

Hæstv. forseti. Ég vil fagna sérstaklega samþykkt þessa mikla lagabálks, nýjum sveitarstjórnarlögum. Það hefur átt sér langan aðdraganda og margir hafa komið að þeirri vinnu. Þetta er vitnisburður um gott samstarf á milli sveitarfélaganna í landinu og Alþingis. Ég tel að hér sé verið að stíga stór framfaraskref enda þótt þar séu þættir sem deildar meiningar eru um.

Við vitum öll að ekki er bannað með lögum að breyta lögum og ýmsu verður án efa breytt á komandi missirum og árum.