145. löggjafarþing — 18. fundur,  8. okt. 2015.

afnám verðtryggingar o.fl.

[11:14]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf):

Forseti. Ég tek undir með þeim sem hér hafa undrast það að hæstv. forsætisráðherra treysti sér ekki til að koma hingað og hefja sérstaka umræðu um annað af tveimur helstu kosningamálum Framsóknarflokksins fyrir síðustu kosningar.

Það fyrra er ljóst. Hann lofaði einum 300 milljörðum til skuldsettra heimila til að greiða niður húsnæðisskuldir og því var framfylgt með 80 milljörðum eða minna. Síðan má fólk greiða af sínum eigin sparnaði. Það var fallega gert af honum, virðulegi forseti.

En ég undrast þetta.