141. löggjafarþing — 21. fundur,  18. okt. 2012.

Stjórnarráð Íslands.

248. mál
[11:26]
Horfa

Frsm. meiri hluta stjórnsk.- og eftirln. (Valgerður Bjarnadóttir) (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég held að það sé ógerlegt að setja svo nákvæma lagasetningu að það standi í lögum hvað fari í trúnaðarmálabók og hvað ekki. Það hlýtur alltaf að vera mat þeirra sem á fundinum eru og ef þeir koma sér saman um að eitthvað sé trúnaðarmál er ekki hægt að setja svo nákvæm lög að þau komi í veg fyrir það. Þess vegna er ég sammála þeim sem telja að betra sé að stytta tímann úr 30 árum í átta ár þangað til allt verður aðgengilegt fyrir fólk en að búa til trúnaðarmálabók sem yrði kannski geymd í 30 ár

Ég tala ekki um pólitískt líf ríkisstjórna. Ég tala um pólitískt líf þess fólks sem situr í ríkisstjórn, sem er annað. Ég tel að átta ár í lífi (Forseti hringir.) margs fólks í pólitík sé stuttur tími.