144. löggjafarþing — 22. fundur,  21. okt. 2014.

verslun með áfengi og tóbak o.fl.

17. mál
[18:32]
Horfa

Álfheiður Ingadóttir (Vg) (andsvar):

Herra forseti. Ég árétta að ég hef ekki kynnt mér þá skýrslu sem hv. þm. Jóhanna María Sigmundsdóttir fjallaði um í ræðu sinni um þetta mál í síðustu viku en þar kom greinilega fram að hefðbundnar forvarnir, eins og við þekkjum þær, sem mælast í fjármunum til svokallaðra forvarna, sem er kannski áróður gegn vínneyslu, hafi ekki skilað tilætluðum árangri. Ég hygg að hv. þm. Willum Þór Þórsson þekki vel þær forvarnir sem kannski nýtast betur, íþróttir, útiveru, breyttan lífsstíl, iðkun tónlistar og iðkun myndlistar. Þetta hefur skilað ágætum árangri og ekki síðri en fjármunir sem veitt er beint til forvarna.