139. löggjafarþing — 23. fundur,  9. nóv. 2010.

ríkisstjórnin og ESB.

[14:36]
Horfa

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (F):

Frú forseti. Nú eru málin óðum að skýrast. Ég bið virðulegan forseta að veita mér svigrúm til að útskýra hvers vegna forseti þarf nú að láta til sín taka.

Það eru ýmsar ástæður fyrir því að fólk hefur ólíkar skoðanir á Evrópusambandinu, sumir með og aðrir á móti. En nú sjáum við hvers vegna Samfylkingin leggur svo mikið kapp á þetta mál. Hér hafa komið tveir þingmenn Samfylkingarinnar, hv. þm. Magnús Orri Schram og hv. þm. Jónína Rós Guðmundsdóttir, og útskýrt að þau telji mikilvægt að Ísland gangi í Evrópusambandið til að forða þjóðinni frá stefnu eigin ríkisstjórnar. Svo kom hv. þm. Valgerður Bjarnadóttir og ítrekaði kröfu hæstv. forsætisráðherra um að stjórnarandstaðan bæri fram vantraust á ríkisstjórnina. Ríkisstjórnin sem við sitjum uppi með er því komin með heiftarlegt sjálfsofnæmi, eðlilega. [Hlátur í þingsal.]

Ég fæ ekki annað séð af þessum umræðum en verið sé að grátbiðja þingið um að kippa úr sambandi, verið sé að biðja okkur að láta til okkar taka og koma þingmönnum stjórnarliðsins út úr þessari hræðilegu stöðu. Hvet ég hæstv. forseta Alþingis til (Forseti hringir.) að beita sér í því máli.