150. löggjafarþing — 24. fundur,  23. okt. 2019.

lyfjalög.

266. mál
[17:48]
Horfa

Guðmundur Ingi Kristinsson (Flf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir andsvarið. Ég skal fullkomlega taka undir að ofnæmislyf væru í fínasta lagi. (UBK: Þá erum við sammála.)Við erum sammála að því leyti, en ég er ekki sammála um verkjalyfin. Ég veita að þau geta valdið skaða og ég veit að þau hafa valdið fólki skaða. Ég þekki af eigin reynslu að það er ekki heppilegt að hafa of gott aðgengi. Við eigum að passa okkur á verkjalyfjum og finna aðrar lausnir en þau vegna þess að við vitum (Gripið fram í.) að vægu lyfin duga bara í ákveðinn tíma og síðan þarf sterkari lyf og enn sterkari. Það er vítahringur sem margir geta lent í og hafa lent í og þess vegna ber okkur að passa upp á þetta. En ég veit ekki um neinn sem hefur orðið fyrir skaða vegna ofnæmislyfja þannig að getum verið alveg sammála um þau.