150. löggjafarþing — 24. fundur,  23. okt. 2019.

lyfjalög.

266. mál
[18:00]
Horfa

Flm. (Unnur Brá Konráðsdóttir) (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég treysti fólki einfaldlega. Ég treysti fólki til að meta það sjálft hvort það þurfi að fara til læknis, hvort það þurfi að fá ávísuð lyf eða hvort það geti hugsanlega látið duga að kaupa lausasölulyf. Ég er einfaldlega með mál sem eykur frelsi fólks til að fá aðgengi að þeim lyfjum. Við erum kannski ekkert alveg sammála um það, ég og hv. þingmaður. En ég er samt ánægð að heyra að þingmaðurinn skilur málið, ástæður þess og markmið frumvarpsins. Það er fyrsta skrefið í að komast að þeirri niðurstöðu að fara bara á græna takkann og segja: Já, takk.