154. löggjafarþing — 26. fundur,  9. nóv. 2023.

eftirlit með störfum lögreglu.

[10:44]
Horfa

dómsmálaráðherra (Guðrún Hafsteinsdóttir) (S):

Virðulegi forseti. Það er mikilvægt að lögreglan hafi ekki eingöngu eftirlit með sjálfri sér en í þessu frumvarpi sem ráðherra hyggst leggja fram á þingi er m.a. lagt til að komið verði á fót embætti gæðastjóra lögreglunnar. (Gripið fram í.) Skipuð verði nefnd um eftirlit með lögreglu, það verði lögfestur stýrihópur um aðgerðir gegn skipulagðri brotastarfsemi og það verði lögbundin árleg skýrslugjöf til Alþingis okkar Íslendinga vegna eftirlits með lögreglu. Í mínu ráðuneyti tökum við það að sjálfsögðu alvarlega þegar við förum fram á það að lögreglan fái auknar heimildir til að sinna nauðsynlegum verkefnum sem skipta máli í íslensku samfélagi og það sé á sama tíma virkt og öflugt eftirlit með störfum lögreglu. Það erum við að leggja fram með þessu frumvarpi á sama tíma.