143. löggjafarþing — 27. fundur,  27. nóv. 2013.

málefni RÚV.

[15:11]
Horfa

fjármála- og efnahagsráðherra (Bjarni Benediktsson) (S):

Virðulegi forseti. Prinsippið um sjálfstæði fjölmiðilsins var brotið af síðustu ríkisstjórn án þess að gerð væri grein fyrir því hvernig menn ætluðu að vinda ofan af þeirri stöðu. Við hverfum frá þeirri stefnumörkun í nýja fjárlagafrumvarpinu og tökum sérstaklega á málinu og útskýrum hvernig við, á sama tíma og við fórnum ekki markmiðinu um jöfnuð í ríkisfjármálum, náum því markmiði að útvarpsgjaldið renni óskipt þegar upp er staðið til Ríkisútvarpsins.

Það sem hv. þingmaður er í reynd að segja hér í umræðunni, án þess að vilja kannast við það, er að við eigum að taka lán. Við eigum að taka lán til þess að halda úti óbreyttri dagskrá, óbreyttri starfsemi Ríkisútvarpsins, við eigum sem sagt að fara með ríkissjóð í halla. Það er sú stefna sem á næsta ári mundi bæta við vaxtabyrðina, auka á vanda okkar til framtíðar litið, en á næsta ári borgum við litla 30 milljarða í vexti af 400 milljarða hallarekstri undanfarinna ára. Mitt sjónarmið er að við verðum að hætta skuldasöfnuninni.