153. löggjafarþing — 32. fundur,  16. nóv. 2022.

hæfi ráðherra við sölu á hlut í Íslandsbanka.

[15:22]
Horfa

menningar- og viðskiptaráðherra (Lilja Alfreðsdóttir) (F):

Virðulegur forseti. Fram hefur komið í viðtali við Unni Gunnarsdóttur, varaseðlabankastjóra Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands, að bankinn er með söluna til umfjöllunar. Ég verð að segja, virðulegur forseti, að ég tel að það sé svolítið brýnt, líka af því við erum að tala um orðsporsáhættu og annað, að bæði ráðherrar og þingmenn og allir þeir sem fjalla um þetta mál sýni ákveðna biðlund. Það erum ekki við sem erum að fara að rannsaka þetta mál í kjölinn. Nú er þessi hluti hjá Fjármálaeftirlitinu og það þarf að vanda mjög alla orðræðu í kringum það, svo ég ítreki það bara. En við erum ekki komin með heildarmyndina af sölunni fyrr en það er komið.