Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 33. fundur,  17. nóv. 2022.

Frestun á skriflegum svörum.

[11:29]
Horfa

Guðbrandur Einarsson (V):

Herra forseti. Ég vil ekki gera lítið úr því að verið sé að leka trúnaðargögnum þó að ég telji að það hafi ekki verið mikill skaði að því að þessi skýrsla birtist einum eða tveimur dögum áður en hún átti að birtast þrátt fyrir að einhver tilmæli hafi verið um að gæta skyldi trúnaðar áður en stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fjallaði um málið. Ég held að við ættum frekar að einbeita okkur að því sem stendur í skýrslunni og ræða það. (AIJ: Heyr, heyr.) En einhverra hluta vegna virðast einhverjir Sjálfstæðismenn síðan vera farnir að tala um að þessi skýrsla geti bara verið handónýt. En ég held að það sé bara rétt að við einbeitum okkur að því sem skiptir máli, þ.e. að ræða stöðuna og það sem stendur í skýrslunni og viðbrögð við því sem stendur í henni. Að við séum ekki að eyða tímanum í svona bull. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)