Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 33. fundur,  17. nóv. 2022.

frestun á skriflegum svörum.

[11:13]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf):

Herra forseti. Fyrst vil ég taka undir með hv. þingmönnum sem hafa talað hér um slóðalag hæstv. ráðherra við að svara fyrirspurnum þingmanna. Ég bíð eftir svörum við þremur fyrirspurnum og er búin að bíða, þegar þessi dagur er liðinn, í 50 daga eftir svörum frá hæstv. heilbrigðisráðherra og tveimur frá fjármála- og efnahagsráðherra. En ég vil líka, forseti, taka undir það sem hér hefur verið sagt um lekann á þessum skýrslum og ekki síst það sem hv. þm. Hanna Katrín Friðriksson sagði hér áðan: Tölum um málið út frá staðreyndum. Mér finnst líka allt í lagi að velta því aðeins fyrir sér hver hafði hag á lekanum. Hver var það sem hafði virkilega hag af lekanum?