138. löggjafarþing — 36. fundur,  2. des. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[23:40]
Horfa

Tryggvi Þór Herbertsson (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir svarið. Mig langar til að taka þetta aðeins lengra með sáttasemjara. Það er algerlega ljóst að Frakkar beittu sér vel fyrir okkar hönd á meðan þeir voru í forsæti Evrópusambandsins í haust. Þeir ráku raunverulega saman þessi Brussel-viðmið og báru ábyrgð á einhverri málamiðlun í málinu þótt ekki væri farið að tillögum Frakkanna nema að takmörkuðu leyti. Þeir lögðu til þetta greiðsluhlé og annað slíkt.

Eru einhverjir aðrir en Evrópusambandsþjóðir sem hv. þingmaður sér fyrir sér sem gætu þjónað (Forseti hringir.) málamiðlunarhlutverki þarna?